Skipum að fjölga á makrílveiðum

Stóru skipin eru að fá ágætan makrílafla sunnan við landið. Nú er verið að landa 750 tonnum úr Venus NS á Vopnafirði og fékks aflinn út af Reynisdýpi. Að sögn Kristjáns Þorvarðarsonar skipstjóra er meðalvigtin á makrílnum um 440 grömm, vel haldinn fiskur og átulítill. Haft er eftir Kristjáni að skipum sé nú að fjölga við veiðarnar sunnan við landið. Eyjaskipin eru komin til veiða og Hornfirðingar einnig auk skipa HB Granda. Á marinetraffic.com nú má meðal annars sjá að Jón Kjartansson SU, Víkingur AK, Guðrún Þorkelsdóttir IS og Hákon ÍS eru öll á miðunum suðaustan við landið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira