Thelma Lind Kristjánsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í kringlukasti. Ljósm/ FRÍ

Íslandsmet slegið á Skallagrímsvelli

Thelma Lind Kristjánsdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sló 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti kvenna þegar Kastmót UMSB fór fram við topp aðstæður á Skallagrímsvelli síðastliðinn fimmtudag. Á mótinu var keppt í spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti og lék veðrið við keppendur. Mesta athygli vakti að í kringlukastinu voru skráðir til leiks tveir af fremstu kösturum landsins; þau Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR og liðsfélagi hennar Guðni Valur Guðnason sem fyrir ekki svo löngu náði lágmarki fyrir EM í frjálsum íþróttum með næstlengsta kasti Íslandssögunnar eða 65,53 metra. Thelma Lind aftur á móti gerði sér lítið fyrir og bætti 36 ára gamalt met Guðrúnar Ingólfsdóttur sem hún setti árið 1982. Íslandsmetinu náði Thelma í sínu öðru kasti og fór kringlan 54,69 metra en áður hafði hún lengst kastað 52,80 metra og þannig bætti hún sitt persónulega met um tæpa tvo metra.

Guðni Valur Guðnason úr ÍR býr sig undir kast á Skallagrímsvelli. Gaman er að geta þess að Guðni Valur á ættir sínar að rekja á Mýrarnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Af með nagladekkin!

Lögreglan á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreiðum sínum. Ekki er byrjað... Lesa meira