Mikill metnaður er lagður í þrifin og hver krókur og kimi tekinn í gegn. Ljósm. glh.

Dekurbónstöð opnuð í Borgarnesi

Nú geta Borgfirðingar og nærsveitungar loks farið með bílinn sinn í gott dekur því Bónstöðin 310 hefur verið opnuð að efri Sólbakka númer 27 í Borgarnesi. Það eru frændurnir Kristján J. og Árni Hrafn Hafsteinsson, ættaðir frá Brennistöðum í Flókadal, sem eiga og reka stöðina. Amma Kristjáns, Valgerður Theodórsdóttir var fædd og uppalin á Brennistöðum og þar dvaldi Kristján öll sumur á sínum uppvaxtarárum. Kristján flutti svo búferlum frá Spáni í Flókadalinn í desember síðastliðnum. Árni Hrafn er hins vegar fæddur og alinn upp á Brennistöðum. Nú hafa þeir frændur tekið saman höndum og stofnað nýtt fyrirtæki til að þjónusta bíla á svæðinu og hefur þessari nýjung verið gríðarlega vel tekið. „Það er alveg ljóst að þessa þjónustu vantaði á svæðið,“ segja Kristján og Árni í samtali við blaðamann, en rætt var við þá meðan einn af vinnubílum Skessuhorns var þrifinn hátt og lágt, fékk sannkallaða dekurmeðferð. „Við opnuðum formlega 12. júlí í síðustu viku og það er búið að vera brjálað að gera síðan. Við erum fullbókaðir fram í þarnæstu viku.“

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir