Makríllinn kominn á Breiðafjörð

Strandveiðisjómenn sem nú eru að veiðum á Breiðafirði, um tuttugu sjómílur norðvestan við Ólafsvík, hafa orðið varir við töluvert af makríl sem lóðar í yfirborðinu. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns hélt í strandveiðitúr frá Ólafsvík í morgun. Hann segir að töluvert af makríl komi á krókana og félagar hans á miðunum hafi séð makrílflekki uppi við yfirborðið. Þeir geti þó ekki fullyrt að makríllinn sé kominn í veiðanlegu magni.

Alfons segir ágæta veiði á miðunum, fiskurinn vel haldinn og bestu aðstæður; koppalogn og fagurt veður. Meðfylgjandi mynd tók hann á útstíminu í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir