Dúettinn Ylja í Borgarnesi og Stykkishólmi

Söngkonurnar Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir skipa dúettinn Ylju sem fagnar nú tíu ára afmæli. Af því tilefni ætla þær Gígja og Bjartey í stutta tónleikaferð um Vesturland og Vestfirði. Þær munu m.a. spila á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sunnudaginn 22. júlí klukkan 16:00 og í Stykkishólmi föstudaginn 27. júlí. Dúettinn hefur vakið athygli fyrir nýstárlega þjóðlagatónlist og á tónleikunum munu þær taka öll sín helstu lög og fáeinar uppáhalds ábreiður. „Á tónleikunum munum við einnig kynna væntanlega þjóðlagaplötu okkar sem kemur út í haust. Á plötunni spilum við 10 íslensk þjóðlög í okkar útsetningu,“ segir Gígja og bætir því við að þetta er þriðja platan sem dúettinn gefur út. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook undir Ylja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir