
Ung kona frá Borgarnesi segir frá lífinu í Liverpool
Borgnesingurinn Lilja Hrönn Jakobsdóttir hefur á síðustu árum varið mestum sínum tíma á Norðvestur Englandi, í Liverpool. Þar býr hún ásamt kærasta sínum Declan Redmond. Nú dvelja þau yfir sumartímann í Borgarnesi þar sem þau starfa bæði fyrir Borgarbyggð, Lilja sem yfirmaður hjá Sumarfjöri, leikjanámskeiði fyrir krakka á aldrinum sex til níu ára, og Declan sem leiðbeinandi í unglingavinnunni. Einnig er vert að nefna að Declan æfir og keppir með liði Skallagríms í Borgarnesi í B-riðli 4. deildar í fótbolta og hefur átt góðu gengi að fagna þar sem hann hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum á tímabilinu.
Skessuhorn setti sig í samband við Lilju Hrönn og ræddi við hana um lífið á Englandi. Sjá blað vikunnar sem kom út í dag.