Hér má sjá lónið sem myndaðist strax eftir að berghlaupið varð úr fjallinu. Vatnið fann sér leið niður um farveg Tálma.

Vatn Hítarár fer nú um Tálma og hefur slæm áhrif á umhverfið

Rúmum sólarhring eftir skriðufallið mikla í Hítardal hefur Hítaráin komið sér í nýjan farveg. Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal skrifar á Facebook síðu sína að áin renni nú suður fyrir skriðuna yfir sand og hraunsvæði og niður í Tálma sem rennur svo í Hítarána ekki langt ofan við þjóðveg 54. „Þetta er að hluta gamall farvegur eftir Sandalækinn áður fyrr og sá farvegur sem er ásættanlegasta leiðin í stöðunni. Meiri líkur en minni eru á að hún haldi sér þar. En ljóst að þessi rennslisleið mun hafa í för með sér landskemmdir og önnur miður góð áhrif,“ skrifar Finnbogi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir