Marinó Þór rekur boltann upp völlinn í Finnlandi. Ljósm/ UMFS.

Unnu til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu

Marinó Þór Pálmason sem spilar með Skallagrími í Borgarnesi keppti með félögum sínum í U16 landsliði Íslands á Norðurlandamóti yngri landsliða um síðustu helgi, en mótið fór fram í Kisakallio í Finnlandi. Drengirnir unnu fjóra af fimm leikjum sínum sem skilaði þeim öðru sæti á mótinu og silfrinu. Eistarnir fóru ósigranðir í gegnum mótið og hrepptu því gullið. „Flottur árangur hjá drengjunum sem sýndu frábæra takta oft á tíðum og ljóst að framtíðin er björt. Við óskum Marinó innilega til hamingju með frábæran árangur,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir