Hlaupaleiðin er erfið og mikið um brekkur, lausamöl og á leiðinni var m.a. fimm kílómetra snjóskafl sem hlaupa þurfti yfir. Ljósm. af.

Snæfellsjökulshlaupið var á laugardaginn

Síðastliðinn laugardag fór Snæfellsjökulhlaupið fram í áttunda sinn. Hlaupnir eru 22 kílómetrar frá Arnarstapa yfir Jökulháls og endað í Ólafsvík. Keppendur voru að þessu sinn 164 og hefur fjöldi þeirra aukist mikið frá því það var haldið í fyrsta skiptið, en þá voru keppendur 50. Á síðasta ári var reyndar metfjöldi þegar 211 hlauparar þreyttu þessa þolraun. Úrslit nú urðu þau að í fyrsta sæti karla varð Ingvi Hjartarson sem hljóp á tímanum 1,37,03. Í kvennaflokki sigraði Helena Ólafsdóttir á tímanum 2,01,35.

Líkar þetta

Fleiri fréttir