Eldsvoði í húsi við Skagabraut á Akranesi

Eldur kom upp í húsi við Skagabraut 15 á Akranesi seint í kvöld. Nágrannar urðu eldsins vart á tólfta tímanum þegar eldtungur stóðu út um glugga á vesturhlið hússins og var allt tiltækt lið Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út. Talsverður eldur og reykur var í húsinu en það reyndist mannlaust. Slökkvistarf gekk greiðlega . Búið er að reykræsta húsið. Íbúar hússins komu á vettvang um svipað leyti og slökkvistarfi var að ljúka. Þáðu þeir aðstoð hjá áfallahjálparteymi á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Lögregla fer með rannsókn á upptökum eldsins.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira