Þyrla sótti mann sem féll af hestbaki

Maður féll af hestbaki í Borgarfirði á tíunda tímanum á laugardag. Þegar í stað var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands.

Þyrlan var þá nýlögð af stað í hefðbundnu gæsluflugi á Faxaflóa. Beiðni um aðstoð kom skömmu eftir flugtak. Var þyrlunni samstundis snúið við til Reykjavíkur þangað sem hún sótti lækni og hélt að því búnu á slysstað.

Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.