Veiðimyndir

Hægviðri og rigning í kortunum

Rigning og hægviðri verður nú síðdegis víðast hvar á Vesturlandi, en helst er að rigningin verði seinna á ferðinni við Breiðafjörð og þar fari ekki að rigna fyrr en í kvöld.

Gengur í vestanátt 10-15 m/s með skúrum um allan landshlutann í nótt. Suðlægari áttir á Faxaflóasvæðinu á morgun og úrkomuminna annað kvöld, mánudag. Suðvestan 10-15 m/s við Breiðafjörð og áfram skúrir á morgun. Hiti verður á bilinu 7 til 11 stig og það er einna helst að sólin sýni sig á Snæfellsnesi og í uppsveitum Borgarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira