Jógahátíð framundan á Lýsuhóli

Jógahátíð á sumarsólstöðum verður dagana  21. – 24. júní nk. á Lýsuhóli á sunnanverðu Snæfellsnesi. „Komum og stillum hjörtun sama á glæsilegri jógahátíð. Sýnum sjálfum okkur og öðrum kærleik og styrkjum samfélagið. Syngjum möntrur saman undir leiðsögn Kevin James Carroll, tónlistarmanns frá Ástralíu sem gefið hefur út fjölda diska,“ segir í tilkynningu.

Á dagskrá verður jóga kvölds og morgna, hugleiðsla og slökun undir öruggri leiðsögn reyndustu jógakennara Íslands. „Við fljótum um í Lýsuhólslaug og slökum á í fjörunni undir gongspili. Allt fæði á hátíðinni er lífrænn grænmetismatur sem framreiddur er af listakokkum. Jógahátíðin er fyrir alla fjölskylduna þar sem allir dagskrárliðir miða að því að leggja rækt við sjálfan sig og aðra í faðmi fallegra fjalla og miðnætursólar.“

Nánari upplýsingar má sjá  á síðunni sumarsolstodur.is eða með því að senda tölvupóst á sumarsolstodur@gmail.com

Líkar þetta

Fleiri fréttir