Hér má sjá íbúðablokkina nær en fjær í mynd er B59 Hotel í Borgarnesi. Ljósm. mm.

Opnunarhátíð B59 Hotel á morgun

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni verður B59 Hotel í Borgarnesi formlega opnpað næstkomandi laugardag, 16. júní.

Á morgun, föstudaginn 15. júní, verður hins vegar blásið til sérstakrar opnunarhátíðar. Íbúum í Borgarnesi, Akranesi og nærsveitum er boðið í heimsókn og að kynna sér nýja hótelið. Opna húsið hefst kl. 14:00 og stendur til 19:00. Léttar veitingar verða í boði og tónlistaratriði frá Hljómlistafélagi Borgarness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir