Forsetinn tók sjálfu á mótinu og sendi landsliðsstrákunum baráttukveðjur til Rússlands. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Forseta Íslands.

Forsetinn vakti lukku á Norðurálsmótinu

Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu var haldið um síðustu helgi á Akranesi þar sem 1500 iðkendur frá 36 félögum öttu kappi. Mikill fjöldi foreldra, ættingja og annarra gesta fylgja keppendum. Þeirra á meðal var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem studdi þétt við bakið á syni sínum og félögum hans í Ungmennafélagi Álftaness.

Sinnti hann hefðbundnum skyldum foreldra sem fylgja slíkum mótum. Svaf forsetinn á vindsæng í skólastofu og las kvöldsögur fyrir hópinn sinn.

Vera forsetans á mótinu vakti mikla almenna lukku meðal foreldra, aðstandenda og annarra gesta á meðan mótinu stóð. Gaf hann sér góðan tíma til að spjalla og stilla sér upp á myndum með fólki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir