Sylvía Ósk í upphitun í þreksalnum. Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdóttir.

Sylvía Ósk segir frá lífstílsbreytingum síðustu ára

Sylvía Ósk Rodriguez frá Borgarnesi gengur ákveðin en brosandi í átt að blaðamanni Skessuhorns með stútfulla íþróttatösku á annarri öxlinni og hristir sér drykk í brúsa á leiðinni. Þarna er hraust kona á ferð að fara í ræktina á laugardagsmorgni en gefur sér tíma í smá spjall áður en gengið er til æfinga. Sylvía hefur hægt og rólega verið að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl en þetta ferðalag er langt í frá búið að sigla lygnan sjó. „Ég þarf að fara svolítið aftur í tíma, þetta er búið að vera algjört jójó ferli hjá mér,” segir Sylvía á meðan hún tyllir sér við borð andspænis blaðamanni og kemur sér vel fyrir.

Í viðtali í Skessuhorni í dag lýsir Sylvíu Ósk hvernig hún hefur tekist á við aukakílóin. Í stuttu máli má segja að sígandi lukka hafi reynst henni best.

Líkar þetta

Fleiri fréttir