Kútter Westward í innsiglingunni við Akraneshöfn fyrir þremur árum síðan.

Kútter leggst að bryggju á Akranesi á morgun

Færeyski kútterinn Westward HO er væntanlegur til hafnar á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 31. maí. Þegar þessi orð eru rituð er kútterinn staddur suður af Íslandi, á leið til Vestmannaeyja þar sem skipið mun leggjast að bryggju síðar í dag. Á morgun kemur kútterinn til hafnar á Akranesi og því næst verður siglt yfir Faxaflóann og til Reykjavíkur. Þar verður skipið á sjómannadaginn í tilefni af Hátíð hafsins.

Westward er 23 metra langur og sex metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby á Englandi árið 1884. Hann er því hvorki meira né minna en 134 ára gamall. Kútter Sigurfari, sem stendur á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi, er árinu yngri. Kútter Westward er í eigu Þórshafnar í Færeyjum. Sú hefð hefur skapast að hann heimsæki Ísland þriða hvert ár, alltaf á þessum árstíma. Koma kúttersins hingað til lands byggist á samkomulagi Þórshafnar og Faxaflóahafna um aukið samstarf Íslendinga og Færeyinga á sviði menningar- og ferðamála. Í áhöfn skipsins eru 14 manns; sjö Íslendingar og sjö Færeyingar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir