Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason. Ljósm. skallar.is.

Kristján Örn og Arnar Smári áfram hjá Skallagrími

Kristján Örn Ómarsson og Arnar Smári Bjarnason hafa skrifað skrifað undir nýja samninga við Skallagrím og munu leika með liðinu á komandi leiktímabili í Domino‘s deild karla. Báðir eru þeir ungir og efnilegir leikmenn.

Kristján Örn er 21 árs gamall og leikur stöðu framherja. Hann skoraði 5,7 stig og tók þrjú fráköst í leik með meistaraflokki síðasta vetur. Hann lék lykilhlutverk í liði unglingaflokks karla sem komst í átta liða úrslit Íslandsmótsins og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í unglingaflokki.

Arnar Smári er 17 ára bakvörður sem hefur tekið stöðugum framförum undanfarin ár. Hann lék stórt hlutverk í bæði drengja- og unglingaflokksliðum Skallagríms á liðnum vetri og kom við sögu í nokkrum leikjum meistaraflokks.

Líkar þetta

Fleiri fréttir