Útsýnispallur í Búðardal. Ljósm. úr safni/sm.

Úrslit kosninganna í Dalabyggð

Á kjörskrá í Dalabyggð voru 495. Alls greiddu 382 atkvæði og kjörsókn því 77%. Persónukjör var í sveitarfélaginu þriðju kosningarnar í röð.

Aðalmenn í sveitarstjórn verða eftirtaldir:

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Ásgarði, Hvammssveit. 229 atkvæði.

Ragnheiður Pálsdóttir, Hvítadal, Saurbæ, 191 atkvæði.

Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Miðskógi, Miðdölum. 177 atkvæði.

Sigríður Huld Skúladóttir, Steintúni, Skógarströnd. 176 atkvæði.

Einar Jón Geirsson, Lækjarhvammi 3, Búðardal. 135 atkvæði.

Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Sunnubraut 3b, Búðardal. 104 atkvæði.

Pálmi Jóhannsson, Sunnubraut 14, Búðardal. 93 atkvæði.

 

Varamenn í sveitarstjórn:

Nr. 1. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Stekkjarhvammi 5, Búðardal. 142 atkvæði

Nr. 2. Anna Berglind Halldórsdóttir, Magnússkógum, Hvammssveit. 105 atkvæði

Nr. 3. Jón Egill Jónsson, Lækjarhvammi 4, Búðardal. 114 atkvæði

Nr. 4. Sigurður Bjarni Gilbertsson, Borgarbraut 1, Búðardal. 113 atkvæði.

Nr. 5. Valdís Gunnarsdóttir, Ægisbraut 19, Búðardal. 117 atkvæði.

Nr. 6. Þorkell Cýrusson, Stekkjarhvammi 10, Búðardal. 110 atkvæði.

Nr. 7. Sindri Geir Sigurðarson, Geirshlíð, Hörðudal. 104 atkvæði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir