Knappur undirbúningur en málefnavinna hafin

„Við sem skipun Á lista Áfram í Hvalfjarðarsveit bjóðum fram krafta okkar til að vinna saman að góðum málefnum og viljum leitast við að efla samstöðu í samfélaginu. Þar sem framboð okkar ber að með skömmum fyrirvara er óhjákvæmilegt að undirbúningur hefur verið knappur. Við höfum nú hafið starf okkar og munum bjóða til umræðu um framtíð okkar sem búum í Hvalfjarðarsveit,“ segir oddviti listans Daníel Ottesen í fréttatilkynningu. Í öðru sæti Á-lista er Bára Tómasdóttir leikskólastjóri, Guðjón Jónasson er í þriðja og Björgvin Helgason núverandi oddviti er í fjórða sæti.

Listinn í heild er þannig:

 1. Daníel A Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi
 2. Bára Tómasdóttir, leikskólastjóri, Hagamel 1
 3. Guðjón Jónasson , byggingatæknifræðingur, Bjarteyjarsandi 3
 4. Björgvin Helgason, bóndi, Eystra-Súlunesi 2
 5. Helga Harðardóttir, grunnskólakennari, Hagamel 17
 6. Guðný Kristín Guðnadóttir, leiðbeinandi á leikskóla og háskólanemi, Tungu
 7. Brynjólfur Sæmundsson , rafvirki, Silfurbergi
 8. Marie Creve Rasmunssen, bóndi/félagsráðgjafi, Steinsholti 1
 9. Benedikta Haraldsdóttir, háskólanemi, Vestri-Reynir
 10. Jón Þór Marinósson, bóndi, Hvítanesi
 11. Jónella Sigurjónsdóttir, grunnskólakennari, Lækjarmel 9
 12. Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður, Akrakoti 2
 13. Sigríður Helgadóttir, bóndi/sjúkraliði, Ósi 1
 14. Stefán G. Ármannsson, vélsmiður/bóndi, Skipanesi
Líkar þetta

Fleiri fréttir