Ísólfur Haraldsson við Íþróttahúsið á Vesturgötu.

Frábær atriði á Söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í kvöld. Sýnt verður beint frá keppninni á RUV. Ísólfur Haraldsson og hans fólk hjá Vinum hallarinnar sjá um undirbúning og skipulagningu. „Það stefnir í frábæra skemmtun í kvöld. Unga fólkið sem þarna kemur fram er með alveg frábær atriði og þetta verður hin besta skemmtun,“ segir Ísólfur í samtali við Skessuhorn. Núna klukkan 11 verður rennsli þar sem keppendur æfa með hljómsveitinni, en klukkan 16 í dag verður generalprufa. Sjálf keppnin hefst síðan klukkan 21. „Þetta verður alveg mögnuð skemmtun, ég get lofað því. Það er engu til sparað til að gera þetta eins gott og hugsast getur,“ segir Ísólfur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir