Valdís Þóra á fyrsta hring mótsins.

Valdísi Þóru gekk illa í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 61. sæti á Lalla Meryem Cup mótinu í Marokkó um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Spilamennska Valdísar var mjög kaflaskipt. Hún lék frábærlega á upphafshringnum en náði sér ekki á strik á næstu þremur hringjum mótsins. Lauk hún leik á 19 höggum yfir pari í 61. sæti, sem fyrr segir.

Næst leikur Valdís á Evrópumótaröðinni 14. maí næstkomandi en hún er skráð til leiks í úrtökumót fyrir Opna bandaríska mótið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir