Sumardagurinn fyrsti á Aðalgötu 20

Eins og glöggir bæjarbúar í Stykkishólmi hafa tekið eftir hafa að undanförnu staðið yfir framkvæmdir við Aðalgötu 20. Ný hurð og gluggar, skjólveggur og stétt fagna sumri með þeim sem um götuna fara. Við Aðalgötu 20 er til húsa Leir7 og Smávinir. Leir7 leggur áherslu á nýtingu á leir úr Fagradal. Sigríður Erla Guðmundsdóttir vinnur úr leirnum ýmsa muni sem henta mat og drykk. Lára Gunnarsdóttir á og rekur Smávini og vinnur með íslenskt birki. Fuglar og aðrir smávinir eru hennar viðfangsefni.

Í tilefni sumarkomunnar ætla Leir 7 og Smávinir að sýna Villiblómavasa sem unnir eru leir og tré. Stykkishólmur Slowly mun einnig opna þennan gleðiríka dag í nýjum húsakynnum að Aðalgötu 20. Þar munu Theodóra Matthíasdóttir og María Jónasdóttir reka lítið kaffihús og litla ferðaþjónustu sem ber þetta nafn.

Á sumardaginn fyrsta verður opið frá kl. 14 – 17 og eru allir velkomnir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir