Ný forusta kennara

Ragnar Þór Pétursson hefur tekið við formennsku í Kennarasambandi Íslands og Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari embætti varaformanns. Þingi KÍ lauk fyrir helgi. Ragnar Þór er grunnskólakennari og hefur síðustu árin starfað í Norðlingaskóla. Anna María hefur kennt íslensku í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún hefur einnig starfað innan vébanda Kennarasambandsins, var m.a. formaður skólamálanefndar KÍ síðustu tíu árin. Þá hefur hún starfað sem sérfræðingur Félags framhaldsskólakennara meðfram kennslu um árabil. Fráfarandi formaður KÍ er Þórður Árni Hjaltested og fráfarandi varaformaður er Aðalheiður Steingrímsdóttir. Þeim voru þökkuð góð störf í þágu Kennarasambandsins á þinginu sem lauk á föstudaginn. Kennarasambandið óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir