
Skemmdarverk unnin á bílum og merkjum
Í dymbilvikunni var nokkuð um skemmdarverk á Akranesi. Meðal annars var gamall Bens fólksbíll, sem stendur niður á Breið, eyðilagður; rúður meðal annars brotnar. Þá voru rifin niður og skemmd upplýsingaskilti á nokkrum stöðum, svo sem meðfram gönguleiðinni frá Elínarhöfða að Miðvogi sem og skilti á Breiðinni. Íbúum er bent á að hafa samband við lögreglu búi þeir yfir vitneskju um hver eða hverjir eiga í hlut.