Blað þessarar viku degi fyrr í prentun

Vegna dymbilvikunnar sem nú er gengin í garð verður útgáfu Skessuhorns í þessari viku flýtt um einn dag. Blaðið kemur því út á morgun, í stað miðvikudags. Auglýsendum og þeim sem vilja koma efni á framfæri er bent á að skilafrestur rennur út á hádegi í dag, mánudaginn 26. mars.

Skrifstofa blaðsins verður opin í þessari viku á hefðbundnum tíma frá mánudegi til miðvikudags. Lokað verður frá fimmtudegi til og með mánudags. Hægt er að ná í vakthafandi blaðamann alla hátíðisdagana í síma 894-8998, vegna áríðandi tilkynninga á vef eða vegna annarra erinda við ritstjórn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir