Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu með bækurnar þrjár sem tilviljun réði að komu allar út í liðinni viku.

Snorrastofa kemur að útgáfu þriggja bóka um Reykholt og goðafræði

Óhætt er að segja að starfsemi Snorrastofu í Reykholti sé á tímamótum. Þrátt fyrir að hún hafi verið sett á fót 1995 var ekki ráðinn starfsmaður að henni fyrr en þremur árum síðar, eða árið 1998. Um þessar mundir eru því tuttugu ár síðan Bergur Þorgeirsson kom á sinn fyrsta fund með stjórn Snorrastofu og réði sig til starfa, þá nýkominn úr framhaldsnámi í Gautaborg. Þrátt fyrir að honum væri kunnugt um að hin unga fræðistofnun stæði á brauðfótum fjárhagslega, leit Bergur á það sem tækifæri sem ekki mætti láta renna sér úr greipum. Hann varð því fyrsti starfsmaður Snorrastofu og hefur veitt henni forstöðu síðan. Hann kveðst ekki sjá eftir þessari ákvörðun og unir hag sínum vel í Reykholti. Persónulega er hann einnig á tímamótum; varð sextíu ára um síðustu helgi. Faglega kveðst hann þessa dagana uppskera ríkulega af verkefnum liðinna ára þar sem Snorrastofu kemur að útgáfu þriggja nýrra ritverka sem öll tengjast Reykholti. Blaðamaður settist niður með Bergi Þorgeirssyni á mánudaginn. Rætt er um bókaútgáfuna, verkefni Snorrastofu, þróun Reykholtsstaðar og sitthvað fleira.

Sjá viðtal við Berg Þorgeirsson í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir