Emir Dokra og Pétur Pétursson skipstjóri að landa úr Bárði SH. Ljósm. af

Mokafli af miðunum

Netabáturinn Bárður SH mokfiskaði í síðustu viku og aflinn var hreint ævintýralegur. Í tvígang hefur Bárður SH landað yfir 40 tonnum yfir daginn. Á sunnudag var landað tvisvar sinnum, í þeirri fyrri var aflinn 17,5 tonn sem fékkst í eina trossu en í þeirri síðari var landað 27 tonnum svo dags aflinn var 43.750 kíló. Einnig hefur netabáturinn Arnar landað yfir 20 tonnum á dag að undanförnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir