Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur smellina hans Bó

Í kvöld, föstudaginn 16. mars klukkan 20:30, mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps troða upp með líflega tónleika í Tónbergi á Akranesi. Kórinn þekkja margir, ekki síst eftir þátttöku hans og sigur í keppninni Kórar Íslands sem fram fór á Stöð2 á síðasta ári. Tónleikarnir í Tónbergi nefnast „Bó og meira til“. Höskuldur Birkir Erlingsson formaður kórsins útskýrir það nánar: „Í þessari söngdagskrá okkar leggjum við mikla áherslu á lög sem Björgvin Halldórsson hefur slegið í gegn með í gegnum tíðina og reyndar fleiri að auki. Fyrir hlé verðum við með hefðbundna karlakóratónlist ásamt undirleik en eftir hlé poppum við þetta upp og hljómsveit spilar með okkur þekkta slagara úr lagasafni Björgvins,“ segir Höskuldur. Miðasala á tónleikana fer fram við innganginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir