Þemadagar í Menntaskóla Borgarfjarðar

Í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi var hefðbundin kennsla lögð niður í síðustu viku fyrir þemadaga. Þá fengu nemendur að spreyta sig á ýmsum öðruvísi verkefnum í stærri og minni hópum og var þetta kærkomin tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi, bæði fyrir nemendur og kennara. Að þessu sinni var þemað Saga jarðvangur og unnu hóparnir ýmis verkefni sem tengdust því verkefni auk þess sem nemendur hlustuðu á kynningu á Sögu jarðvangi. Þemadögum lauk síðastliðin föstudag á kynningum nemenda á niðurstöðum sínum eftir vikuna.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir