Tæknibúnaður frá Skaganum 3X í fiskvinnslu Eskju á Eskifirði. Ljósm. úr safni.

Skaginn 3X skýtur rótum í Noregi

Tæknifyrirtækið Skaginn 3X mun opna sérstakt útibú í Noregi í mánudaginn 5. mars næstkomandi. Útibúið verður staðsett í Bodø. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Skaganum.

Magni Veturliðason

Magni Veturliðason mun sjá um rekstur útibúsins. Hann hefur lengi starfað innan geirans auk þess að hafa verið búsettur í Noregi í yfir þrjátíu ár. „Þó við munum hafa skrifstofu í Bodø stefnum við á að heimsækja okkar viðskiptavini. Helstu umsvif okkar munu vera á þeim stöðum þar sem viðskiptavinir okkar starfrækja sínar verksmiðjur,“ segir Magni.

Í tilkynningnni segir að Skaginn 3X eigi sér marga trygga viðskiptavini í Noregi. Ný skrifstofa fyrirtækisins þar í landi muni skapa ný tækifæri og gera fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum sínum áfram framúrskarandi þjónustu. „Að vera með skrifstofu í Noregi mun styrka stöðu okkar enn frekar í Noregi og á heimsmarkaði og auka þjónustu okkar við núverandi viðskiptavini og nýja,“ segir Magni.

Framleiðsla búnaðar verður áfram í höndum Skagans 3x á Íslandi og mun skrifstofan í Noregi vinna náið með starfsmönnum höfuðstöðvanna á Akranesi. Til að byrja með verður einn starfsmaður í útibúi Skagans í Noregi, en Magni segir viðbúið að starfsfólki muni fjölga þegar skrifstofan hefur fest sig í sessi þar í landi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira