Nýr framkvæmdastjóri hjá Norðuráli

Steinunn Dögg Steinsen hefur verið ráðin framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfissviðs Norðuráls á Grundartanga. Hún hefur unnið hjá Norðuráli frá 2011 og gegndi síðast stöðu deildarstjóra umhverfismála á umhverfis- og verkfræðisviði. Steinunn er með M.Sc. í efnaverkfræði frá Denmarks Tekniske Universitet og lauk diplómanámi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Ísland árið 2010.

Líkar þetta

Fleiri fréttir