Hvassri suðaustan átt spáð í dag

Í dag hvessir smám saman að nýju af suðaustri. Hviður gætu orðið 35-40 m/s við Hafnarfjall og í þessari vindátt verða þær ekki síst norðan við fjallið, á þeim slóðum sem meðfylgjandi mynd er tekin. Þá er spáð byljóttu veðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Það tekur svo ekki að lægða að gagni fyrr en síðdegis og í kvöld á Snæfellsnesi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að nú er greiðfært á Suður- og Vesturlandi en hvassviðri er víðast á Snæfellsnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir