Félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í skemmtireið frá Æðarodda og inn í þéttbýlið á Akranesi síðasta vetur. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ gbh.

Reiðhallarnefnd komið á fót

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við Akraneskaupstað og Hestamannafélagið Dreyra að skipuð yrði nefnd um byggingu reiðskemmu hestamannafélagsins. Hlutverk nefndarinnar verður að skoða uppbyggingu, eignarhald og rekstrarfyrirkomulagi reiðskemmu sem Dreyrafélagar vilja byggja á félagssvæði sínu á Æðarodda.

Nefndin verður skipuð einum fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi og tveimur fulltrúum hestamannafélagsins. Bæjarráð Akraness tók vel í erindið á síðasta fundi sínum og fagnaði áhuga Hvalfjarðarsveitar fyrir því að koma að uppbyggingu reiðhallar í Æðarodda. Var Einar Brandsson tilnefndur til að taka sæti í nefndinni fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

Stefnt er að því að nefndin taki til starfa hið fyrsta og skili niðurstöðum eigi síðar en 15. apríl næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira