Aftur bilun í Örfirisey RE

Frystitogarinn Örfirisey RE er nú í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi en þangað dró frystitogarinn Kleifaberg ÓF skipið um helgina. Þá hafði orðið vart við enn eina bilunina í vélbúnaði skipsins. Herbert Bjarnason, tæknistjóri skipa hjá HB Granda, segir á vef fyrirtækisins að ljóst sé að eitthvað hafi misfarist þegar aðalvél Örfiriseyjar var tekin upp á vegum framleiðenda vélbúnaðarins fyrir áramótin. Það skýri einnig bilunina sem varð fyrir rúmri viku síðan þegar skipið var dregið vélarvana í haugasjó til Reykjavíkur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir