James með myndavélina á lofti. Hér að taka myndir af Laufeyjarísnum, en þau hönnuðu einmitt útlit umbúðanna.

Vilja veita persónulega þjónustu á jafningagrundvelli

Á Bifröst í Borgarfirði starfrækja hjónin James Einar Becker og Lara Becker hönnunarfyrirtækið Hrafn Art. Um er að ræða nýtt fyrirtæki sem varð til eftir að hjónin fóru að taka að sér lítil hönnunarverkefni á síðasta ári. „Fyrirtækið er nýstofnað, við vorum til dæmis bara að setja í loftið heimasíðu fyrir þremur vikum síðan. Undanfarið hálft ár eða rúmlega það höfum við tekið að okkur ýmis smærri verkefni. Það var síðan þegar við vorum að hanna útlitið fyrir ísgerðina Laufeyju að þetta fór að vinda aðeins upp á sig. Þá sáum við fram á að við gætum ef til vill gert meira úr þessu. Síðan þá hafa hin og þessi verkefni verið að detta í hús, bæði hér í sveitinni og víðar. Þetta er orðin ágætis aukabúgrein,“ segir James í samtali við Skessuhorn. Sjálfur er hann í fullu starfi sem margmiðlunarhönnuður hjá Háskólanum á Bifröst og Lara er í hálfu starfi á þróunar- og alþjóðasviði skólans.

Sjá nánar spjall við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira