Þetta er ein af skemmtilegustu fréttaljósmyndum sem birst hafa í Skessuhorni. Alla jafnan hafa slökkviliðsmenn ekki tíma til að stilla sér upp til myndatöku meðan skíðlogar í húsi á bak við þá. Ekki er þó allt sem sýnist. Í mars 2006 fengu Slökkvilið Grundarfjarðarbæjar og Slökkvilið Snæfellsbæjar kærkomið tækifæri til æfingar. Þá hafði Nesbyggð ehf. gefið slökkviliðunum gamla húsið að Búlandshöfða og var það nýtt til víðtækrar æfingar.

Tuttugu ár að baki

Í þessari viku minnumst við þess að Skessuhorn hefur komið út samfellt í tuttugu ár. Til fróðleiks er í blaði vikunnar rifjað upp brot úr sögunni í texta og myndum, sögu sem vissulega er samofin lífinu í landshlutanum þessa tvo áratugi. Myndir sem birtast með eru valdar af handahófi og hafa birst áður, allt frá fyrstu árum útgáfunnar og til dagsins í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira