Fréttir
Þetta er ein af skemmtilegustu fréttaljósmyndum sem birst hafa í Skessuhorni. Alla jafnan hafa slökkviliðsmenn ekki tíma til að stilla sér upp til myndatöku meðan skíðlogar í húsi á bak við þá. Ekki er þó allt sem sýnist. Í mars 2006 fengu Slökkvilið Grundarfjarðarbæjar og Slökkvilið Snæfellsbæjar kærkomið tækifæri til æfingar. Þá hafði Nesbyggð ehf. gefið slökkviliðunum gamla húsið að Búlandshöfða og var það nýtt til víðtækrar æfingar.

Tuttugu ár að baki

Loading...