Ásta Marý Stefánsdóttir á bæjarhlaðinu heima í Skipanesi með Akrafjallið í baksýn. Ljósm. arg.

Söng til sigurs á Vox Domini

Ásta Marý Stefánsdóttir er fjölhæf ung kona frá Skipanesi í Hvalfjarðarsveit, dóttir Stefáns Ármannssonar og Guðfinnu Indriðadóttur. Hún er menntuð sem vélvirki og vinnur sem slíkur hjá vélaverkstæðinu Vélfangi í Reykjavík. Segja má að hún sé fædd og uppalin með fingurna í vélum en pabbi hennar rekur vélaverkstæði í Skipanesi. Aðspurð segist Ásta Marý þó ekki ætla að fara að vinna hjá föður sínum eins og er. „Ég tók samninginn hér hjá pabba þegar ég var að læra en ákvað að fara að vinna í Reykjavík eftir útskrift. Ég vann við að smíða vélar hjá Marel í tvö ár en er núna komin í aðeins fjölbreyttara starf þar sem ég er bæði að smíða og gera við vélar og líkar mjög vel,“ segir hún. Auk þess að vinna í fullu starfi sem vélvirki hefur Ásta Marý lagt sönginn fyrir sig og er nemandi í söngskóla Sigurðar Demetz. Þar lærir hún einsöng hjá Hallveigu Rúnarsdóttur söngkennara. „Það mætti alveg segja að söngurinn sé mér í blóð borin. Mamma er óperusöngkona og móðurafi minn hefur líka alltaf sungið mikið. Ég man í raun varla eftir afa nema syngjandi eða raulandi. Mér er svo sagt að ég sé eins og hann, alltaf að raula eitthvað en ég tek ekki mikið eftir því sjálf,“ segir Ásta Marý og hlær.

Sjá viðtal við Ástu Marý í Skessuhorni vikunnar, en hún sigraði eins og kunnugt er í söngkeppninni Vox Domini í lok síðasta mánaðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira