Rafmagnsbilun í uppsveitum

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að rafmagnsbilun er nú í Hvítársíðu í Borgarfirði, allt frá Deildartungu í Reykholtsdal að Húsafelli. Bilanaleit stendur yfir, en ef einhverjir hafa upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit eru þeir beðnir að hafa samband við svæðisvakt Rarik á Vesturlandi í síma 528-9390.

Líkar þetta

Fleiri fréttir