Byggingarréttur á fjórum lóðum á Dalbrautarreit verður boðinn út í mars. Um er að ræða fjölbýlishúsalóðir við Dalbraut 4 og 6 annars vegar og Þjóðbraut 3 og 5 hins vegar. Teikning: Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar.

Margar íbúðir í byggingu á Akranesi og frekari uppbygging framundan

Nýverið voru auglýstar til umsóknar tólf fjölbýlishúsalóðir og átta par- og raðhúsalóðir í Skógarhverfi 1 og 2 á Akranesi, til byggingar á samtals 178 íbúðum. Alls bárust 44 umsóknir sem náðu til sex rað- og parhúsalóða og átta fjölbýlishúsalóða. Þar að auki eru rúmlega 200 íbúðir í byggingu á Akranesi nú þegar og 130 íbúðir til viðbótar bætast við þegar byggingarréttur á fjórum lóðum á Dalbrautarreit verður boðinn út í næsta mánuði.

Skessuhorn ræddi við Sigurð Pál Harðarson, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, um lóðaframboð og uppbyggingu í bæjarfélaginu. Sjá blað vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira