Hér er Rúna Ösp að endurvinna kaffihylki og Einar Marteinn að vinna sprittkerti. Starfsmenn Ásbyrgis fara einu sinni í viku á alla veitingastaði í bænum og safna kertaafgöngum sem unnið er með. Ljósm. sá.

Ásbyrgi flutt í stærra húsnæði í Stykkishólmi

Opið hús var hjá vinnu- og hæfingarstaðnum Ásbyrgi í Stykkishólmi í síðustu viku í tilefni flutnings í nýtt húsnæði, Langa-Skúr, þar sem Bókasafnið var til húsa fram undir þetta. Starfsmenn og sjálfboðaliðar tóku á móti gestum og sýndu húsnæðið sem er stærra og mun rúmbetra en á fyrri stað. Langi-Skúr býður upp á gjörbreytt vinnuumhverfi, en þar er nóg pláss fyrir öll þau verkefni sem unnin eru hverju sinni. Eftir flutninginn er starfsemin meira deildaskipt en áður og allt fær sitt rými, t.d. prjónaskapur, hekl- og útsaumsdeild, stimplunardeild, tuskugerð, saumadeild, málningardeild, kertadeild og sérstök aðstaða er nú í eldhúsi fyrir nesti. Þá hefur verið opnuð sölubúð þar sem framleiðslan er seld sem og nytjamarkaður sem fengið hefur nafnið Gullabúðin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira