Svipmynd úr einni af ljósmyndaferðum félagsins. Ljósm. gbh.

Gestir boðnir velkomnir á fund hjá félagi áhugaljósmyndara

Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, er átta ára um þessar mundir. Næsti fundur félagsins er afmælisfundur og fer hann fram á morgun, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20, í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108 á Akranesi (dyr til vinstri). „Vilja félagsmenn Vitans nota tækifærið og bjóða allt áhugafólk um ljósmyndun velkomið til að kynna sér starf félagsins.  Á fundinum verður smá kynning á félaginu, létt spjall auk kaffiveitinga.  Vonumst til að sjá sem flesta.“

Félagar í Vitanum funda tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Félagið hefur haldið margar samsýningar og ber þar hæst Vökudagasýningu Vitans sem er orðin fastur liður í starfseminni.  Félagið hefur auk þess gefið út þrjár ljósmyndabækur og farið í nokkrar ljósmyndaferðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira