Rangt eftir haft í frétt Fréttablaðsins

Í Fréttablaðinu og Vísi í dag er lítil frétt sem byggir á símtali frá í gær sem blaðamaður Fréttablaðsins átti við Magnús Magnússon ritstjóra Skessuhorns í tilefni 20 ára afmælis blaðsins. Þar var ranglega haft eftir ritstjóranum og þarfnast leiðréttingar. Í fréttinni segir; „Skessuhorn er eitt eftir þeirra blaða sem gefin hafa verið út á Vesturlandi,“ segir Magnús um blaðið og rifjar upp nokkur þeirra. „Skagablaðið var býsna langlíft, Borgfirðingur líka, Jökull í Ólafsvík kom út í nokkur ár svo og Stykkishólmspósturinn“. Tilvitnun lýkur.

Þessi ummæli sem höfð eru eftir Magnúsi eru röng og hefur blaðamaður Fréttablaðsins beðist afsökunar á mistökum sínum. Viðkomandi blaðamaður neitaði Magnúsi ritstjóra Skessuhorns að lesa yfir viðtalið fyrir birtingu þess. „Eins og allir vita er bæði bæjarblaðið Jökull og Stykkishólmspósturinn enn gefin út og það voru ekki orð mín að útgáfu þeirra hefði verið hætt, síður en svo,“ segir Magnús Magnússon.

Líkar þetta

Fleiri fréttir