Fyrirlestur um Pilt og stúlku í Safnahúsi fimmtudagskvöld

Már Jónsson mun fjalla um fyrstu útgáfu Pilts og stúlku eftir Jón Thoroddsen á fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 20:00. „Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu rithöfundarins Jóns Thoroddsen sem var á sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá. Jón er kunnastur fyrir að hafa skrifað fyrstu íslensku skáldsöguna, Pilt og stúlku. Af þessu tilefni flytur Már Jónsson prófessorog afkomandi Jóns fyrirlestur um bókina og höfund hennar í Safnahúsi.  Þess má einnig geta að í tilefni afmælisársins hefur fyrsta útgáfa bókarinnar verið endurprentuð og hafði Már umsjón með þeirri útgáfu,“ segir í tilkynningu.

Fyrirlestur verður í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss. Framsagan tekur 45-60 mínútur, síðan verða umræður og kaffispjall.  Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Jón Thoroddsen

Líkar þetta

Fleiri fréttir