Líf og fjör í bakaríum landsins

Engu er logið þegar sagt er að bolludagurinn sé mikil uppskeruhátíð í bakaríum. Á bolludag mokast bollurnar út af allskonar gerðum. Rjómabollur með ýmsum afbrigðum, gerbollur og svo eru rúnstykkin einnig vinsæl, enda ekki allir sem eru fyrir rjómann. Meðfylgjandi mynd var tekin í Brauða- og kökugerðinni á Akranesi í morgun en þar var biðröð út á götu af bolluþyrstum viðskiptavinum. Hekla Karen Steinarsdóttir stendur hér innan við afgreiðsluborðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira