Bátur sökk í Grundarfjarðarhöfn

Lítill skemmtibátur sökk í Grundarfjarðarhöfn í óveðrinu sem gekk yfir Snæfellsnes í gær. Báturinn var bundinn við bryggju en sökum ágangs sjávar og mikillar úrkomu varð eitthvað undan að láta og sökk báturinn. Reynt verður að ná bátnum upp við fyrsta tækifæri. Á meðfylgjandi mynd má sjá lausa muni úr bátnum á floti við grjótvarnargarðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir