Valdís Þóra. Ljósm. úr safni.

Valdís Þóra höggi frá niðurskurði

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir varð í dag höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á ActewAGL Canberra Classic mótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni, en spilað í Ástralíu. Valdís Þóra lék hringina tvo samtals á tveimur höggum yfir pari en hefði þurft að leika á höggi yfir pari eða betur til þess að komast áfram á lokahringinn. Hún lék engu að síður vel í nótt, fékk þrjá fugla og einn skolla og kom inn á höggi undir pari, að því fram kemur á kylfingur.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira