Röskva sigraði Stúdentaráðskosningarnar

Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fóru fram í gær og í fyrradag. Kosningarnar fóru fram í gegnum Uglu, innri vef skólans.

Úrslit kosninganna urðu þau að Röskva fékk 18 sæti af 27 í Stúdentaráði en Vaka fékk níu fulltrúa kjörna. Eru þetta sömu úrslit og í kosningunum á síðasta ári.

Þrír Vestlendingar eru meðal þeirra sem taka sæti í Stúdentaráði að þessu sinni. Fyrir Röskvu taka sæti þau Sigurður Ýmir Sigurjónsson og Guðný Björk Proppé, bæði á heilbrigðisvísindasviði og Svana Þorgeirsdóttir tekur sæti fyrir Vöku, en hún er kjörin af verk- og náttúruvísindasviði.

Þá er Borgfirðingurinn Jóhann Óli Eiðsson einn nýkjörinna fulltrúa Háskólaráðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira