Nacho leikur áfram með Víkingi Ó.

Spánverjinn Nacho Heras Anglada hefur samið við Víking Ó. að nýju og mun leika með Ólafsvíkurliðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Samningurinn gildir til loka komandi keppnistímabils.

Nacho gekk til liðs við Víking fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði 20 leiki með liðinu og þótti standa sig vel. Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur og taka slaginn með Víkingi í sumar. „Við tökum þessum fréttum fagnandi og bjóðum Nacho velkominn aftur heim í Ólafsvík,“ segir í tilkynningu frá Víkingi Ó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira