Jón Magnússon ásamt hestinum Ljósa frá Höfða. Ljósm. arg.

Bjóða fólki áskrift af hesti

Hjónin Jón Magnússon og Daniela Roman reka Hestamiðstöðina Borgartún að Æðarodda við Akranes. Þar bjóða þau meðal annars upp á hestaleigu og að taka hest í áskrift. Blaðamaður settist niður með Jóni og Ester Björk Magnúsdóttur, bróðurdóttur Jóns, í hesthúsinu og ræddi við þau um hestamennskuna og starfsemina hjá Hestamiðstöðinni Borgartúni.

„Við bjóðum upp á hestaleigu fyrir þá sem vilja fara í einn reiðtúr. Það er mjög vinsælt hjá erlendu ferðafólki. Áskriftin sem við bjóðum upp á er fyrir þá sem vilja prófa að stunda hestamennsku en hafa einhverra hluta vegna ekki tök á að eignast sinn eigin hest eða vilja sjá hvernig þeim líkar áður en fjárfest er í hesti með öllum þeim kostnaði og skuldbindingum sem því fylgir,“ segir Jón. „Áskriftin virkar þannig að fólk borgar mánaðarlega fyrir aðgang að hesti í tvo eða þrjá daga í viku. Þá hefur áskrifandinn fullan aðgang að hestinum, aðstöðunni og öllum búnaði hjá okkur þessa umsömdu daga,“ bætir Jón við. Aðstaðan í hesthúsinu er mjög góð en þar er innangengt inn í reiðskemmu þar sem hægt er að fara á bak þegar veður er leiðinlegt. “Áskrifendur ráða því alveg hversu mikinn þátt þeir taka í daglegri umhirðu á hestinum. Það er í boði að koma bara til að fara bara á bak og við sjáum um allt annað. Áskrifendum er líka velkomið og aðstoða við alla umhirðu, sem náttúrlega er stór partur af því að hafa hest og margir sem vilja taka þátt í því líka,“ segir Jón.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira